Stal upplýsingum um milljónir manna og stærði sig af því á netinu Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. júlí 2019 08:45 Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Vísir/getty Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna. Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögregla handtók í gær tölvuhakkara í Bandaríkjunum sem hafði tekist að brjótast inn í kerfi fjármálarisans CapitalOne og komast yfir persónuupplýsingar hundrað og sex milljóna einstaklinga í Bandaríkjunum og í Kanada. Lögregla hafði hendur í hári þrjótsins eftir að hún stærði sig af gagnastuldinum á spjallborði á netinu. Ekki var tilkynnt um tölvuinnbrotið fyrr en þrjóturinn, hin þrjátíu og þriggja ára gamla Paige Thompson, hafði verið handtekinn en brotið átti sér stað þann 19. júlí síðastliðinn. Capital One er stórtækur útgefandi kreditkorta og heldur einnig úti bankastarfsemi vítt og breitt um Norður-Ameríku. Thompson, sem er hugbúnaðarverkfræðingur, komst m.a. yfir nöfn, fæðingardaga, kennitölur og reikningsnúmer viðskiptavina Capital One. Stjórnendur segja ólíklegt að hún hafi náð að nýta sér upplýsingarnar að nokkru marki áður en hún var handtekin en lofa að bæta kerfi sín. Hakkarinn gistir nú fangaklefa í Seattle-borg en lögregla komst á spor hennar þegar hún stærði sig af því á spjallþræði á netinu að hafa náð að brjótast inn í kerfi Capital One. Hún verður leidd fyrir dómara 1. ágúst næstkomandi og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dala sekt, andvirði um 30 milljóna íslenskra króna.
Bandaríkin Kanada Tækni Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira