Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Byggja þarf upp nýja flugstöð á Akureyri að mati formanns bæjarráðs. Fréttablaðið/Pjetur Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira