Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Byggja þarf upp nýja flugstöð á Akureyri að mati formanns bæjarráðs. Fréttablaðið/Pjetur Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira