Fótbolti

Fimm þrennur og 23 mörk í síðasta æfingarleik Bayern fyrir þýsku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Út í hvað erum við komnir?
Út í hvað erum við komnir? vísir/getty
Það var enginn miskunn hjá Bayern Munchen í gærkvöldi er þeir hituðu upp fyrir þýsku úrvalsdeildina. Þeir mættu þá áhugamannaliðinu Rottach-Egern og unnu 23-0 sigur.

Þýsku meistararnir voru iðnir við kolann en þeir skoruðu mark á nánast hverjum fjórum mínútum en Corentis Tolisso skoraði fjögur mörk og Robert Lewandowski þrjú.





Lucas Hernandez lék sinn fyrsta leik fyrir Bayern eftir að hann kom til félagsins frá Atletico Madrid en Otschi Wriedt skoraði einnig þrjú mörk.

Thomas Muller og Ný-Sjálendingurinn Sarpreet Sing gerðu báðir tvö mörk en Niko Kovac gerði tíu breytingar í hálfleik. Bayern byrjar alltaf hvert tímabil á leik gegn áhugamannaliðinu en í fyrra fór leikurinn 20-2.



Bayern leikur sinn fyrsta deildarleik gegn Herta Berlin föstudaginn 16. ágúst en á mánudaginn mæta þeir Energi Cottbus í þýska bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×