Tónlist

Krummi gefur út lagið Stories To Tell

Andri Eysteinsson skrifar
Krummi Björgvinsson
Krummi Björgvinsson Skjáskot
Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson, oft kenndur við hljómsveitina Mínus hefur gefið út nýtt lag og tónlistarmyndband við lagið.

Krummi hefur gert garðinn frægan með áðurnefndri hljómsveit, Mínus, með sveitinni LEGEND og þá hefur hann unnið með Daníel Ágústi úr Gus Gus. Nú hefur hann snúið sér alfarið að sólóferlinum og gefur því út lagið Stories To Tell. Lagið má finna á Spotify hér.

Að sögn Krumma fjallar lagið um að trúa á eigin getu og skoða vandlega það viðhorf sem maður hefur til sjálfs sín og þess sem maður gerir og hvernig það hefur áhrif líðan og hegðun. Opna sig fyrir öllu þessu góða í lífinu og upplifa innri ró, í lífsins ólgusjó.

Myndbandinu við lagið Stories To Tell leikstýrði Frosti Jón Runólfsson en Frosti sá einnig um upptöku og klippti myndbandið.

Sjá má myndbandið hér að neðan.

Klippa: Krummi - Stories To Tell





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.