Viðskipti innlent

Jewells til Pipar/TBWA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jewells Chambers
Jewells Chambers Aðsend
Jewells Chambers hefur verið ráðin til Pipars\TBWA og dótturfyrirtækis þess, netmarkaðsstofunnar The Engine. Þar mun hún stýra stafrænni stefnumótun.

Í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar Jewells er ferill hennar rakinn. Þar segir m.a. að hún hafi starfað sem markaðs- og stefnumótunarstjóri hjá Icelandic Mountain Guides á árunum 2016 til 2019. Hún hafi áður starfað í New York, t.a.m. hjá ClickZ Group & SES, Opal Summits, The Glass Hammer og The White House Project.

Jewells er fædd og uppalin í Brooklyn í New York en hún flutti til Íslands fyrir 3 árum. Utan vinnu er Jewells sögð stunda fjallgöngur og halda úti hlaðvarpi um Ísland. Jewells er gift Gunnari Erni Ingólfssyni sálfræðingi.

Hjá The Engine mun Jewells móta stefnu í stafrænni markaðssetningu á netinu fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini Pipar\TBWA og The Engine. Þá er henni jafnframt ætlað að greina árangur stafrænnar markaðssetningar; hvað varðar sölu, þjónustu og upplifun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×