Að setja varalit á þingsályktun Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 6. ágúst 2019 07:00 Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gunnar Dofri Ólafsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Gallinn við fræðin er að þau geta verið flókin. Gallinn við sérfræðinga er að þeir eiga oft erfitt með að útskýra fræðin fyrir öðrum en sérfræðingum á sama sviði. Sérstaklega á einfaldan hátt. Þetta býður hættunni heim. Snákaolíusölumenn sneru upp á læknavísindin og seldu remedíur og undralyf við alls kyns sjúkdómum, fullmeðvitaðir um að þau gerðu ekkert annað en að fylla vasa þeirra. Þeir sem vilja snúa út úr öðrum fræðum geta gert það með jafnsannfærandi hætti við þau sem kunna ekki fræðin. Lögfræðin er engin undantekning. Útúrsnúningur í orkupakkaendaleysunni eru skrif Ólafs Ísleifssonar þar sem hann heldur fram að forseti Íslands geti beitt 26. grein stjórnarskrárinnar til að synja undirritun þingsályktunartillögu og þannig lagt þingsályktunartillöguna sem Miðflokksmenn hafa sett Íslandsmet í að þrasa um í dóm þjóðarinnar. Þetta er augljóslega rangt. 26. grein stjórnarskrárinnar á ekki við um þingsályktanir eða nokkuð annað en lagafrumvörp. Flóknara er það ekki. Spilaborgin sem byggir á að forsetinn vísi þingsályktun til þjóðarinnar er fallin og restin af þessari grein því tímasóun. En áfram skröltir hann þó. Margrét Einarsdóttir, sami dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og Ólafur vísar í í grein sinni, ritaði: „Það mun koma í hlut Alþingis að taka ákvörðun um afléttingu hins stjórnskipulega fyrirvara við 3. orkupakkann og forseti Íslands hefur ekki stjórnskipulegar heimildir til annars en að staðfesta þá þingsályktun.“ Það er sama hvað þú setur mikinn varalit á þingsályktun, hún verður ekki lagafrumvarp. Allt tal um að forsetinn geti vísað henni til þjóðarinnar er marklaust og byggir annaðhvort á grundvallarmisskilningi eða vísvitandi rangfærslum. Vonandi því fyrrnefnda. Vangaveltur um þetta ekkihlutverk forsetans hljóma því eins og að málþófsmennirnir séu að reyna að bora sér bakdyr úr pontu Alþingis til að geta bent á að einhver annar hafi brugðist þegar baklandið þeirra spyr hvers vegna þeir hættu málþófinu.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar