Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 14:30 Systir árásarmannsins er á meðal þeirra sem lést. AP/Marshall Gorby Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33