Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 14:30 Systir árásarmannsins er á meðal þeirra sem lést. AP/Marshall Gorby Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33