Ferðamenn fengu kústa og hrífur til að laga för eftir utanvegaakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 08:27 Þrjú voru færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira