Garðar að öllum líkindum hættur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 18:07 Garðar í leik með ÍA. Hann er þriðja markahæstur í sögu félagsins. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT
Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira