Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 08:09 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21