Solskjær segir að Pogba og Rashford ákveði sjálfir hver taki víti hverju sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. ágúst 2019 22:08 Pogba og Solskjær takast í hendur eftir leikinn á Molineux í kvöld. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Paul Pogba og Marcus Rashford séu vítaskyttur liðsins og þeir ráði því hvor tekur víti hverju sinni. Pogba klúðraði víti þegar United gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Athygli vakti að Pogba tók vítið því Rashford skoraði af vítapunktinum í 4-0 sigri United á Chelsea í síðustu umferð. Solskjær var spurður í vítamálin í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld. „Þeir [Pogba og Rashford] eru vítaskyttur okkar og það er undir þeim komið hver tekur víti hverju sinni,“ sagði Solskjær. Í kjölfarið var hann spurður af hverju hann væri ekki með eina aðal vítaskyttu. „Stundum finnst leikmönnum þeir vera með nógu mikið sjálfstraust til að skora. Pogba hefur skorað úr svo mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði [Rui] Patrício vel,“ sagði Solskjær og bauð því næst fréttamanninum að skoða PowerPoint-glærurnar sínar. Solskjær sagði jafnframt að klúður kvöldsins breytti engu um vítafyrirkomulagið hjá United. „Þeir hafa áður sýnt mikið sjálfstraust og öryggi og í síðustu viku skoraði Rashford úr víti. Hann hefði eflaust viljað taka vítið í dag en Pogba var fullur sjálfstrausts og ég er hrifinn af þannig leikmönnum.“"You can see the slides on the powerpoint." Ole Gunnar Solskjaer explains why Paul Pogba took Man Utd's penalty in their 1-1 draw with Wolves instead of Marcus Rashford. pic.twitter.com/RHvwIFV0iE — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2019 Frá byrjun síðasta tímabils hefur Pogba klúðrað fjórum vítum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Rashford hefur hins vegar skorað úr öllum sínum vítum í búningi United, þótt þau séu ekki mörg.4 - Paul Pogba has missed four penalties in the Premier League since the start of last season; the most of any player in the competition. Fluffed. pic.twitter.com/NI1odCCBg5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 19, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00 Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjá meira
Solskjær hefur „engar áhyggjur“ af Pogba og segir að hann yfirgefi ekki Man. Utd í sumar Norðmaðurinn segir að Frakkinn sé ekki á förum frá Manchester United. 19. ágúst 2019 09:00
Pogba klúðraði víti þegar United gerði jafntefli á Molineux Manchester United missti af tækifæri til að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves á útivelli. 19. ágúst 2019 20:45