Hinn nítján ára gamli Musa Noah Kamara kemur frá Síerra Leóne og var nýbúinn að gera þriggja og hálfs árs samning við Trelleborgs FF sem spilar í sænsku b-deildinni.
Forward Musa Noah Kamara has had his contract with Swedish club Trelleborgs cancelled after just one week as he could not cope with the cold weather in Sweden.
More https://t.co/Xz7NVOQzM7pic.twitter.com/681LN6Khfm
— BBC Sport (@BBCSport) August 19, 2019
Trelleborgs FF tilkynnti það á heimasíðu sinni að samningurinn væri ógildur vegna persónulegra ástæðna.
„Hann óskaði eftir því að fara aftur heim vegna persónulegra ástæðna,“ sagði í fréttatilkynningu Trelleborgs FF.
Kamara sjálfur útskýrði þetta með því að segja að hann vildi komast aftur til Freetown þar sem hann þoldi ekki kalda veðrið Svíþjóð. Trelleborg er alveg syðst í Svíþjóð rétt hjá Malmö.
TFF och anfallare bröt efter en vecka - uppges tycka det är "för kallt" i Sverige: "Inte diskuterat det".https://t.co/VJoEHhRg4Xpic.twitter.com/086oPh918F
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) August 19, 2019
Það er mitt sumar og því betra að hann fari strax en ekki þegar fer að kólna í haust. Hitastigið þessa stundina í Trelleborg er um tuttugu gráður þannig að það var eins gott að hann kom ekki til íslensks liðs.
Musa Noah Kamara var áður markahæsti leikmaðurinn í úrvalsdeild Síerra Leóne með 15 mörk og mörkin hans hjálpuðu East End Lions að vinna 2019 titilinn.