Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 13:42 Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41