Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:48 Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. Mynd/Landsbjörg Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent