Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2019 21:45 Adrián var hetjan í fyrsta leik sínum fyrir Liverpool. vísir/getty Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool vann Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítaspyrnukeppni á Vodafone Park í Istanbúl í kvöld. Liverpool vann vítakeppnina, 5-4. Adrián, sem lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool í kvöld, varði síðustu spyrnu Chelsea frá Tammy Abraham. Adrián samdi við Liverpool mánudaginn 5. ágúst og fékk svo óvænt tækifæri eftir að Alisson meiddist gegn Norwich City á föstudaginn. Spánverjinn var svo hetja Liverpool í kvöld. Olivier Giroud kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir sendingu frá Christian Pulisic. Bandaríkjamaðurinn var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea í kvöld. Evrópudeildarmeistararnir voru sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks og höfðu ógnað áður en Giroud skoraði. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik og lét strax til sín taka. Á 48. mínútu var hann á undan Kepa Arrizabalaga í boltann sem barst til Sadio Mané skoraði og jafnaði fyrir Evrópumeistarana. Kepa bjargaði meistaralega á 75. mínútu þegar hann varði skot Virgils van Dijk í slána. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Á 95. mínútu skoraði Mané sitt annað mark með skoti í slá og inn. Aftur átti Firmino stoðsendinguna. Fjórum mínútum síðar dæmdi Stephané Frappart, sem er fyrsta konan sem dæmir úrslitaleik í Evrópukeppni karla, vítaspyrnu eftir að Adrián felldi Abraham. Jorginho tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Chelsea var nær því að skora það sem eftir lifði framlengingarinnar en fleiri urðu mörkin ekki. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðanna skoruðu úr fyrstu níu spyrnunum í vítakeppninni. Abraham tók svo síðustu spyrnu Chelsea en Adrián sá við honum og varði. Liverpool fagnaði því sigri í Ofurbikarnum í fjórða sinn. Aðeins Barcelona og AC Milan (5) hafa unnið þennan titil oftar en Liverpool. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Bretland England Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Ofurbikar UEFA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Sjá meira