Fleiri fyrstu kaup: 250% Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Fram kom í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs á dögunum að hlutfall fasteignakaupenda sem kaupa sína fyrstu íbúð hefði aldrei mælst hærra en nú. Fyrstu íbúðarkaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðarkaupum sl. 10 ár en á öðrum ársfjórðungi 2019 var hlutfall fyrstu kaupenda 28% samanborið við tæp 8% árið 2009 en það er 250% hlutfallsaukning. Í skýrslunni kemur einnig fram að hærra hlutfall fyrstu íbúðarkaupenda gefi vísbendingar um að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður. Stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að sækja fram í málefnum ungs fólks og barnafjölskyldna. Í lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins frá því í vor, sem stjórnvöld styðja við með ýmsum hætti, má sjá glögg merki þess að rík áhersla verður lögð á húsnæðismál undir styrkri forystu félags- og barnamálaráðherra. Aðgerðir stjórnvalda auðvelda ungu fólki meðal annars að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa en fyrir þeirri leið beitti Framsóknarflokkurinn sér í síðustu kosningum. Hún kemur til viðbótar séreignarsparnaðarleiðinni sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana á húsnæði. Eitt helsta markmið lífskjarasamningsins er að tryggja stöðugleika og skapa hagfelld skilyrði til vaxtalækkunar. Ánægjulegt hefur verið að sjá árangur í þá veru en frá því í maí hefur Seðlabanki Íslands tvívegis lækkað stýrivexti sína, samtals um 0,75%. Sú lækkun kemur öllum lántakendum íbúðalána til góða og eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samhliða þessum aðgerðum og fleiri til verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Að auki hafa frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýtt námsstyrkja- og lánakerfi, verið kynnt. Í því felst meðal annars að við munum fella niður 30% af höfuðstól námslána að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og auka stuðning við fjölskyldur með því að veita styrk til framfærslu barna í stað lána eins og gert er í dag.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun