Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2019 14:06 Sala á skotheldum skólatöskum tekur iðulega kipp í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira