Samkomulagið „undirritað og hátíðlegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/vilhelm Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira