Tónleikagestir til fyrirmyndar þrátt fyrir tvær handtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 10:09 Þorri tónleikagesti þótti haga sér vel á tónleikum Ed Sheeran um helgina. Vísir/vilhelm Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld. Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira