Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21
„Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02
Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24