Fótbolti

Juventus reyndi að semja við Gascoigne í göngunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Gascoigne hefur gengið í gegnum margt á undanförnum árum. Hann hefur lent í vandræðum með áfengi og meira til.
Paul Gascoigne hefur gengið í gegnum margt á undanförnum árum. Hann hefur lent í vandræðum með áfengi og meira til. vísir/getty
Enska goðsögnin, Paul Gascoigne, hefur staðfest að Juventus reyndi að semja við sig fyrir undanúrslitaleikinn fræga á HM 1990 sem fór fram á Ítalíu.

Enski landsliðsmaðurinn var sem fyrr í byrjunarliði Englendinga fyrir leikinn mikilvæga í undanúrslitunum gegn Vestur-Þýskalandi sem tapaðist að endingu.

„Ég var að labba í gegnum göngin og var stöðvaður. Þetta var forseti Juventus sem sagði að eftir mótið vildu þeir semja við mig,“ sagði gleðigjafinn Gascoigne.





„Svo þú getur ímyndað þér hvað fór í gegnum hugann á mér; að reyna að vinna undanúrslitaleik og komast í úrslitaleikinn. Svo komu tár og þetta var eitt stórt búnt.“

Gascoigne segir að hann hafi íhugað tilboðið vel og vandlega en ákvað að vera áfram á Englandi. Hann fór þó til Ítalíu síðar á ferlinum en tveimur árum eftir tilboð Juventus samdi hann við Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×