Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 19:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um innleiðingu þriðja orkupakkans Alþingi í dag á sérstöku síðsumarþingi sem samið var um í vor. Fundi er nýlokið en áfram verður fjallað um þriðja orkupakkann á morgun og loks greitt atkvæði um hann á mánudag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist fastlega við því að á mánudag verði þriðji orkupakkinn innleiddur. Stjórnarliðar stigu, einn á eftir öðrum upp í pontu Alþingis, og lýst því yfir að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu í sumar á meðan þingmenn Miðflokksins héldu því gagnstæða fram með vísan til málaferla ESB gegn Belgíu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á sama vettvangi og Áslaug að svo virtist sem stjórnarliðarnir hefðu verið „forritaðir“ til að halda því ítrekað fram að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. Þá hafa stjórnarliðar einnig rifjað upp hlut bæði Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, í málinu. Hér að neðan er hægt að horfa á glænýtt viðtal við Sigmund Davíð og Áslaugu Örnu.Segir lýðskrum hættulegt lýðræði og fullveldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að flestar ræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu verið uppfullar af útúrsnúningi, rökvillum og óljósri framtíðarsýn. „Og því miður verið fluttar í þeim einfalda pólitíska tilgangi að grafa undan trausti á alþjóðasamvinnu, alþjóðasamningum og ekki síður fullveldi okkar sem ríki sem tekur sínar eigin ákvarðanir. Allt í þeim tilgangi að þjóna stjórnmálaöflum og skoðunum sem næra ótta fólks og boða einangrunarhyggju,“ sagði Rósa Björk í pontu Alþingis. Hún sagði að slík pólitík einkenndist af því að tilfinningar almennings í landinu séu misnotaðar á sama tíma og þingmennirnir sem í hlut ættu skelltu skollaeyrunum við bæði rökum og skynsemi. „Herra forseti, popúlismi eða lýðskrum, er nafnið yfir þess konar tegund af stjórnmálum og lýðskrum er beinlínis hættulegt lýðræði og samfélagslegum þroska.“ Rósa sagði einnig að orkuauðlindir og yfirráð Íslendinga yfir þeim stæðu þjóðinni nærri og því yrði umræðan eðlilega tilfinningaþrungin. „Því verður að fara varlega í að auka ótta fólks, sér í lagi ef það er ástæðulaust eins og í þessu máli.“Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, beindi spjótum sínum ekki eingöngu að Miðflokksmönnum heldur gagnrýndi þátt ríkisstjórnarinnar í málinu og sagði hana hafa veitt Miðflokknum dagskrárvald.Vísir/VilhelmSegir að ríkisstjórnin hefði sýnt af sér kjarkleysi Stjórnarandstaðan beitti sínum spjótum ekki eingöngu að þingmönnum Miðflokksins heldur einnig ríkisstjórninni. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í ræðu sinni að þingið væri komið saman í dag vegna kjarkleysis ríkisstjórnarinnar. „Við erum hér enn og aftur af því að stjórnarflokkarnir þrír heyktust á því að klára málið í vor eins og þeim hefði verið í lófa lagið að gera með yfirgnæfandi stuðningi hér á alþingi. Ríkisstjórnin kaus frekar að gefa Miðflokknum dagskrárvaldið,“ sagði Hanna Katrín sem líkt og stjórnarliðarnir, vék í máli sínu að þætti Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga í þriðja orkupakkanum. „Þrátt fyrir mikla og vandaða umfjöllun þessara undirnefnda alþingis og vinnu sérfræðinga í stjórnsýslunni í aðdraganda að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem til dæmis voru tryggðar undanþágur fyrir Ísland vegna sérstöðu landsins sem lítið og einangrað raforkukerfi ásamt algjörum undanþágum frá þeim hluta orkupakkans sem varðar málefni jarðgass. Taldi Miðflokkurinn engu að síður ástæðu til að efna til málþófs hér á Alþingi. Málþóf sem stóð í 130 klukkustundir og nú erum við hingað komin aftur saman til að ræða innleiðingu þessara gerða og ljúka málinu.“ Þingmenn Miðflokksins birtu pistil á Facebook-síðu flokksins þar sem þeir sögðu að gleðilegt væri að sjá að áhugi formanna stjórnarflokkanna um þriðja orkupakkann hefði aukist í sumar. Í dag hefðu þau öll tekið til máls í umræðunum í fyrsta skipti. Þá sögðu þeir að enn hefði ekki fengist svar við því hvers vegna ekki mætti vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Orkan okkar fundaði með forseta Íslands Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ásamt nýlegri gögnum um málið. 28. ágúst 2019 12:22 Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag til þess að ræða þingsályktunartillögur og frumvörp tengd þriðja orkupakkanum og breytingu á raforkulögum. Stefnt er að því að klára umræðuna í dag. 28. ágúst 2019 06:00 Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Háðsglósur gengu milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. 28. ágúst 2019 11:59 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hart var tekist á um innleiðingu þriðja orkupakkans Alþingi í dag á sérstöku síðsumarþingi sem samið var um í vor. Fundi er nýlokið en áfram verður fjallað um þriðja orkupakkann á morgun og loks greitt atkvæði um hann á mánudag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún byggist fastlega við því að á mánudag verði þriðji orkupakkinn innleiddur. Stjórnarliðar stigu, einn á eftir öðrum upp í pontu Alþingis, og lýst því yfir að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu í sumar á meðan þingmenn Miðflokksins héldu því gagnstæða fram með vísan til málaferla ESB gegn Belgíu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á sama vettvangi og Áslaug að svo virtist sem stjórnarliðarnir hefðu verið „forritaðir“ til að halda því ítrekað fram að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. Þá hafa stjórnarliðar einnig rifjað upp hlut bæði Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, í málinu. Hér að neðan er hægt að horfa á glænýtt viðtal við Sigmund Davíð og Áslaugu Örnu.Segir lýðskrum hættulegt lýðræði og fullveldi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að flestar ræðurnar um þriðja orkupakkann hefðu verið uppfullar af útúrsnúningi, rökvillum og óljósri framtíðarsýn. „Og því miður verið fluttar í þeim einfalda pólitíska tilgangi að grafa undan trausti á alþjóðasamvinnu, alþjóðasamningum og ekki síður fullveldi okkar sem ríki sem tekur sínar eigin ákvarðanir. Allt í þeim tilgangi að þjóna stjórnmálaöflum og skoðunum sem næra ótta fólks og boða einangrunarhyggju,“ sagði Rósa Björk í pontu Alþingis. Hún sagði að slík pólitík einkenndist af því að tilfinningar almennings í landinu séu misnotaðar á sama tíma og þingmennirnir sem í hlut ættu skelltu skollaeyrunum við bæði rökum og skynsemi. „Herra forseti, popúlismi eða lýðskrum, er nafnið yfir þess konar tegund af stjórnmálum og lýðskrum er beinlínis hættulegt lýðræði og samfélagslegum þroska.“ Rósa sagði einnig að orkuauðlindir og yfirráð Íslendinga yfir þeim stæðu þjóðinni nærri og því yrði umræðan eðlilega tilfinningaþrungin. „Því verður að fara varlega í að auka ótta fólks, sér í lagi ef það er ástæðulaust eins og í þessu máli.“Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, beindi spjótum sínum ekki eingöngu að Miðflokksmönnum heldur gagnrýndi þátt ríkisstjórnarinnar í málinu og sagði hana hafa veitt Miðflokknum dagskrárvald.Vísir/VilhelmSegir að ríkisstjórnin hefði sýnt af sér kjarkleysi Stjórnarandstaðan beitti sínum spjótum ekki eingöngu að þingmönnum Miðflokksins heldur einnig ríkisstjórninni. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði í ræðu sinni að þingið væri komið saman í dag vegna kjarkleysis ríkisstjórnarinnar. „Við erum hér enn og aftur af því að stjórnarflokkarnir þrír heyktust á því að klára málið í vor eins og þeim hefði verið í lófa lagið að gera með yfirgnæfandi stuðningi hér á alþingi. Ríkisstjórnin kaus frekar að gefa Miðflokknum dagskrárvaldið,“ sagði Hanna Katrín sem líkt og stjórnarliðarnir, vék í máli sínu að þætti Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga í þriðja orkupakkanum. „Þrátt fyrir mikla og vandaða umfjöllun þessara undirnefnda alþingis og vinnu sérfræðinga í stjórnsýslunni í aðdraganda að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem til dæmis voru tryggðar undanþágur fyrir Ísland vegna sérstöðu landsins sem lítið og einangrað raforkukerfi ásamt algjörum undanþágum frá þeim hluta orkupakkans sem varðar málefni jarðgass. Taldi Miðflokkurinn engu að síður ástæðu til að efna til málþófs hér á Alþingi. Málþóf sem stóð í 130 klukkustundir og nú erum við hingað komin aftur saman til að ræða innleiðingu þessara gerða og ljúka málinu.“ Þingmenn Miðflokksins birtu pistil á Facebook-síðu flokksins þar sem þeir sögðu að gleðilegt væri að sjá að áhugi formanna stjórnarflokkanna um þriðja orkupakkann hefði aukist í sumar. Í dag hefðu þau öll tekið til máls í umræðunum í fyrsta skipti. Þá sögðu þeir að enn hefði ekki fengist svar við því hvers vegna ekki mætti vísa málinu til sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08 Orkan okkar fundaði með forseta Íslands Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ásamt nýlegri gögnum um málið. 28. ágúst 2019 12:22 Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag til þess að ræða þingsályktunartillögur og frumvörp tengd þriðja orkupakkanum og breytingu á raforkulögum. Stefnt er að því að klára umræðuna í dag. 28. ágúst 2019 06:00 Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Háðsglósur gengu milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. 28. ágúst 2019 11:59 Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Rafmagnað andrúmsloft á þinginu í umræðu um orkupakka Ásakanir um útúrsnúningar og fleipur ganga á milli þingmanna. 28. ágúst 2019 11:08
Orkan okkar fundaði með forseta Íslands Forsetinn tók við bréfi samtakanna með áskoruninni og umsögnum frá liðnu vori um málið ásamt ásamt nýlegri gögnum um málið. 28. ágúst 2019 12:22
Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag til þess að ræða þingsályktunartillögur og frumvörp tengd þriðja orkupakkanum og breytingu á raforkulögum. Stefnt er að því að klára umræðuna í dag. 28. ágúst 2019 06:00
Guðlaugur Þór segir Sigmund Davíð telja sig nafla alheims Háðsglósur gengu milli utanríkisráðherra og formanns Miðflokksins. 28. ágúst 2019 11:59
Bein útsending: Tekist á um þriðja orkupakkann á Alþingi Þriðji orkupakkinn verður til umræðu á Alþingi í dag. 28. ágúst 2019 10:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent