Fótbolti

Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir í U-21 árs landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Willum Þór, leikmaður BATE Borisov, er í U-21 árs landsliðinu.
Willum Þór, leikmaður BATE Borisov, er í U-21 árs landsliðinu. vísir/bára
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í fótbolta, hefur valið 26 manna æfingahóp leikina gegn Lúxemborg og Armeníu í undankeppni EM í byrjun september.

Tveir leikmenn í hópnum hafa ekki leikið áður með U-21 árs liðinu; KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason og Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson. Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir eru í hópnum.

Tíu leikmenn í æfingahópnum eru á mála hjá erlendum félagasliðum. FH og Víkingur R. eiga flesta leikmenn í hópnum eða þrjá hvort félag.

Tuttugu manna lokahópur verður tilkynntur 4. september. Tveimur dögum síðar mætir Ísland Lúxemborg á Víkingsvelli. Þann 9. september mætast Ísland og Armenía, einnig á Víkingsvelli.

Auk Íslands, Lúxemborgar og Armeníu eru Írland, Ítalía og Svíþjóð í riðlinum. Einum leik í riðlinum er lokið. Írland vann Lúxemborg, 3-0.

Hópurinn

Markverðir:

Daði Freyr Arnarsson | FH | 2 leikir

Elías Rafn Ólafsson | Aarhus Fremad | 2 leikir

Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford | 2 leikir

Aðrir leikmenn:

Alfons Sampsted | Breiðablik | 21 leikur, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 14 leikir, 3 mörk

Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 10 leikir

Ari Leifsson | Fylkir | 9 leikir

Alex Þór Hauksson | Stjarnan | 9 leikir, 1 mark

Hörður Ingi Gunnarsson | ÍA | 8 leikir

Torfi Tímoteus Gunnarsson | KA | 8 leikir

Willum Þór Willumsson | BATE Borisov | 8 leikir

Daníel Hafsteinsson | Helsingborgs IF | 7 leikir

Stefán Teitur Þórðarson | ÍA | 7 leikir, 1 mark

Kolbeinn Birgir Finnsson | Dortmund | 6 leikir

Sveinn Aron Guðjohnsen | Spezia | 6 leikir, 1 mark

Guðmundur Andri Tryggvason | Víkingur R. | 5 leikir

Jónatan Ingi Jónsson | FH | 5 leikir

Brynjólfur Darri Willumsson | Breiðablik | 3 leikir

Birkir Valur Jónsson | HK | 2 leikir

Ágúst Eðvald Hlynsson | Víkingur R. | 1 leikur

Erlingur Agnarsson | Víkingur R. | 1 leikur

Ísak Óli Ólafsson | SønderjyskE | 1 leikur

Kolbeinn Þórðarson | Lommel | 1 leikur

Þórir Jóhann Helgason | FH | 1 leikur

Finnur Tómas Pálmason | KR | 0 leikir

Valdimar Þór Ingimundarson | Fylkir | 0 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×