Kiel lenti í smá vandræðum en komst í undanúrslitin á Super Globe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 13:13 Nikola Bilyk lék vel í dag. Getty/Martin Rose Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Þýsku bikarmeistararnir í Kiel eru komnir áfram í undanúrslit á heimsmeistarakeppni félagsliða, IHF Super Globe, eftir fjögurra marka sigur á egypska félaginu Zamalek SC, 32-28. Kiel missti forskotið niður í eitt mark um miðjan seinni hálfleik en tókst að landa sigri með ágætum endaspretti. Íslenski leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk ekkert að spila með Kiel í þessum leik og sat því á bekknum allan tímann. Gísli var einn af þremur leikmönnum Kiel á skýrslu sem fengu ekki að koma við sögu en hinir voru þeir Ole Rahmel og Pavel Horák. Nikola Bilyk og Niclas Ekberg voru markahæstir hjá Kiel með níu mörk hvor en Ekberg skoraði fjögur af mörkum sínum af vítalínunni. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var líka með fimm stoðsendingar og kom því að fjórtán mörkum Kiel í leiknum. Niklas Landin Jacobsen varði þrettán skot þar af tvö vítaköst. Kiel komst í 6-3 og 13-7 í fyrri hálfleiknum og var 18-12 yfir í hálfleik. Egyptarnir unnu fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins 5-1 og komu muninum niður í eitt mark, 19-20, 20-21 og 21-22, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Leikmenn Kiel gáfu þá aftur í og lönduðu nokkuð öruggum sigri. Kiel mætir væntanlega Evrópumeisturum RK Vardar í undanúrslitunum á morgun en RK Vardar spilar við Al Mudhar frá Sádí Arabíu í sínum leik í átta liða úrslitunum seinna í dag.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira