Fótbolti

Upptekinn við að kyssa konuna og missti af því þegar markið hans var dæmt af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wanderson fékk kosinn en ekki markið.
Wanderson fékk kosinn en ekki markið. Skjámynd/Guardian
Valsbönunum í búlgarska liðinu Ludogorets tókst ekki að koma inn sigurmarki í deildarleik á móti Slavia Sofia á dögunum.

Einn leikmaður liðsins hélt hins vegar að hann hefði skorað mark í leiknum og fagnaði því á sérstakan hátt.

Brasilíumaðurinn Wanderson Cristaldo Farias hélt að hann hefði skorað fyrsta mark leiksins og hljóp upp í stúku til að smella kossi á eiginkonuna.

Hann missti á meðan algjörlega af því að dómari leiksins hafði dæmt markið af vegna rangstöðu.

Það tók Wanderson smá tíma að komast að konunni sinni enda þurfti hann að hoppa yfir auglýsingaskilti og finna hana í stúkunni.

Þegar Wanderson fékk loksins kossinn sinn var boltinn kominn í gang enda dæmdi dómarinn aukaspyrnu fyrir rangstöðu og leikmenn Slavia Sofia voru ekkert að bíða eftir Wanderson.

Wanderson var örlagavaldur í einvíginu við Valsmenn í Evrópudeildinni. Wanderson átti nefnilega stoðsendinguna í jöfnunarmarki Ludogorets í uppbótatíma í fyrri leiknum á móti Val sem fór fram á Valsvellinum. Hann hafði komið inn á sem varamaður.

Guardian birti myndband af bæði markinu sem var dæmt af og kossinum. Það fylgir síðan sögunni að leikurinn endaði með markalausu jafntefli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×