Atvikið umdeilda á Hlíðarenda: Fjórði dómarinn sá eini sem sá hver skoraði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. ágúst 2019 09:37 Helgi Mikael biðst hér afsökunar á mistökum sínum. Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Afar umdeilt atvik átti sér stað á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær er mark var tekið af Stjörnunni í síðari hálfleik. Mark sem hefði komið þeim í 1-3 í leiknum. Eftir að hafa ráðfært sig við Bryngeir Valdimarsson aðstoðardómara ákvað Helgi Mikael Jónasson dómari að dæma mark. „Það sem er mikilvægast í þessu er að það fékkst rétt niðurstaða í málið. Hvernig dómararnir komust að niðurstöðunni er ekki nógu gott. Þetta var slæm afgreiðsla og þeir vita það manna best sjálfir,“ segir Þóroddur Hjaltalín Jr., formaður dómaranefndar KSÍ. „Þetta tók allt of langan tíma og var klúðurslegt. Það er samt ekki rétt í umræðunni að þeir hafi fengið einhverja utanaðkomandi aðstoð hjá einhverjum sem sá sjónvarp og að það hafi verið búið að flauta leikinn á aftur eftir markið.“ Þóroddur segir að Helgi Mikael dómari hafi talið að Guðmundur Steinn Hafsteinsson hafi skorað mark Stjörnunnar er hann skallar að marki. Það var aftur á móti Þorsteinn Már Ragnarsson sem ýtir boltanum yfir línuna. Það sá Helgi ekki og það sá Bryngeir aðstoðardómari ekki heldur. „Þeir spjölluðu saman og sáu ekki að Þorsteinn hefði skorað. Því dæmdu þeir markið því Guðmundur var ekki rangstæður. Þá fá þeir í eyrað frá fjórða dómara að leikmaður númer 11 hafi skorað. Þá stöldruðu þeir við. Helgi ákveður þá að dæma rangstöðu enda hafði Bryngeir tjáð honum að Þorsteinn hefði verið í rangstöðu,“ segir Þóroddur. Er allir héldu að Helgi hefði verið að flauta miðju þá var hann að flauta rangstöðu. Hann er búinn að lyfta hendinni til merkis um það og sést greinilega á myndbandinu að hann er að lyfta hendinni en það sáu fáir enda búið að dæma markið löngu áður. „Hann var ekki búinn að flauta leikinn aftur á. Ef hann er búinn að flauta leikinn aftur á eftir markið þá má hann ekki breyta,“ segir Þóroddur en hvernig stendur á því að aðeins illa staðsettur fjórði dómari skuli sjá það að Þorsteinn hafi skorað markið? „Þetta er frábær spurning sem ég hefði helst ekki viljað fá. Við erum að fara yfir þetta af hverju þeir sjá þetta ekki betur.“ Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leikinn að dómararnir hefðu spurt Þorstein að því hvort hann hefði sparkað í boltann. Hann hefði játað því og þar með hefðu dómararnir dæmt út frá þeim orðum. „Ég get ekki staðfest þetta og hef ekki þær upplýsingar. Það kom frá fjórða dómara að Þorsteinn hefði skorað markið. Auðvitað viljum við ekki sjá svona en lykilatriði er að það fékkst rétt niðurstaða og það var ekki búið að flauta leikinn aftur á. Við munum samt fara yfir þetta og reyna að læra af þessari uppákomu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30 Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48 Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Rúnar Páll: Dómgæslan var mjög skrítin frá A til Ö eins og oftast hjá Helga Mikael Það sauð á þjálfara Stjörnunnar eftir jafnteflið við Val á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-2 | Dramatískt jafntefli á Hlíðarenda Liðin skiptu með sér stigunum á Hlíðarenda. 26. ágúst 2019 22:30
Ólafur: Hann sagði örugglega já og þess vegna dæmdi hann rangstöðu Þjálfari Vals var nokkuð sáttur með stigið gegn Stjörnunni. 26. ágúst 2019 21:48
Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. 27. ágúst 2019 09:00