Þór og Leiknir R. gerðu 1-1 jafntefli í í toppbaráttu Inkasso-deildar karla í dag. Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Magna, 2-1, í botnbaráttunni.
Álvaro Montejo kom Þórsurum yfir gegn Leiknismönnum á 27. mínútu. Átta mínútum síðar fékk Leiknismaðurin Bjarki Aðalsteinsson rautt spjald. Valur Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, var í kjölfarið rekinn út af fyrir mótmæli.
Einum færri jöfnuðu gestirnir úr Breiðholtinu á 59. mínútu. Stefán Árni Geirsson skoraði þá með góðu skoti. Lokatölur 1-1.
Þór er í 3. sæti deildarinnar með 33 stig, einu stigi á eftir Gróttu, sem er í 2. sætinu, og tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Leiknir er í 4. sætinu með 30 stig. Leiknismenn hafa ekki tapað leik síðan 11. júlí.
Eftir sigurinn á Magna er Njarðvík aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Njarðvíkingar eru enn í tólfta og neðsta sæti með 14 stig. Magnamenn eru í sætinu fyrir ofan með 16 stig.
Staðan í leiknum í Njarðvík var markalaus. Á 50. mínútu fékk Magnamaðurinn Sveinn Óli Birgisson rautt spjald fyrir brot á Ivan Prskalo.
Á 71. mínútu kom Atli Geir Gunnarsson heimamönnum yfir. Jakob Hafsteinsson jafnaði fyrir gestina á 81. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Ari Már Andrésson sigurmark Njarðvíkur. Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Magna, fékk dauðafæri til að jafna í uppbótartíma en skaut yfir. Lokatölur 2-1, Njarðvík í vil.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Leiknismenn náðu í stig á Akureyri | Langþráður Njarðvíkursigur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn




FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn

