Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Andri Eysteinsson skrifar 22. ágúst 2019 10:32 Abdalla Hamdok í pontu á fundi Fríverslunarsamtaka Afríkusambandsins í Addis Ababa í Eþíópíu árið 2015 Getty/Anadolu Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær. Súdan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. BBC greinir frá.Fimm mánuðir eru liðnir frá því að Omari al-Bashir, þáverandi forseta Afríkuríkisins Súdan, var steypt af stóli af her landsins. Mikil mótmæli hafa verið í landinu frá því fyrir áramót, fyrst gegn stjórn al-Bashir, sem ríkti í tæp 30 ár, og seinna gegn herstjórninni sem tók við völdum eftir að forsetanum umdeilda var komið frá. Eftir valdaránið fannst mikið reiðufé á heimili al-Bashir sem var einnig ákærður fyrir að hafa hvatt til þess að mótmælendur yrðu drepnir. Herstjórnin var heldur ekki hrædd við að skjóta á mótmælendur en hundruðir mótmælenda voru drepnir á vormánuðum og í byrjun sumars. Um miðjan júlí síðastliðinn gerðu deiluaðilar, herforingjastjórnin og mótmælendur, samkomulag um deilingu valda í Súdan. Samkomulagið gekk út á að fylkingarnar deili völdum í ríkinu næstu þrjú ár, að því loknu verði kosin ný ríkisstjórn. Fengu mótmælendur það hlutverk að útnefnda forsætisráðherra og hefur ákvörðun verið tekin.Herinn að vissu leyti við völd frá 1989 Nýr forsætisráðherra Súdan, og sá fyrsti í áraraðir sem hefur raunveruleg ítök í stjórn landsins, er hinn 63 ára gamli Abdalla Hamdok sem áður hefur starfað fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í nágrannaríkinu Eþíópíu. Hamdok er hagfræðimenntaður en hann lærði bæði í háskólanum í Kartúm og í háskólanum í Manchester í Bretlandi. Fyrir tæpu ári, í september 2018, bauð þáverandi forsetinn Omar al-Bashir Hamdok stöðu fjármálaráðherra Súdan. Hamdok kaus þó að hafna tilnefningunni. Með skipan Hamdok rennur upp nýr tími í sögu Súdan. Um er að ræða fyrsta skiptið frá árinu 1989, þegar al-Bashir náði völdum með valdaráni, sem herlið Súdan fer ekki með stjórn landsins. „Forgangsmál ríkisstjórnarinnar eru að stöðva stríðið, stuðla að varanlegum friði, tækla efnahagsvandamál landsins og byggja upp utanríkisstefnu landsins, sagði Hamdok þegar hann tók við embætti í gær.
Súdan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent