Ekki rétt gefið í miðbæ Reykjavíkur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Þórir hefur langa reynslu af veitingarekstri og rak um skeið veitingastað í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira