Breytingahjólið á yfirsnúningi Eva Magnúsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 11:30 Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Samkeppnismál Umhverfismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Sjá meira
Breytingar í átt að sjálfbærni taka tíma sem við höfum ekki lengur og margir þurfa að koma að áður en árangur er sýnilegur. Á Íslandi hefur frumkvæði komið úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, fyrirtækjum, ríkisstjórninni, félagasamtökum og sveitarfélögum. Að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér er mikilvægt en stjórnendur fyrirtækja, sveitarfélaga og landsstjórna þurfa líka að axla sína ábyrgð. Það er alltaf einhver sem ryður brautina og gerist leiðtogi breytinganna og eru nokkrar ágætar aðferðir til þess. Í fyrsta lagi geta fyrirtæki verið fyrst á markað með nýtt viðskiptamódel sem hvetja aðra í greininni til að fylgja á eftir. Í öðru lagi uppgötva þau nýja tækni eða bæta núverandi tækni til þess að lækka kostnað og ýta samkeppninni frá eldri og minna sjálbærri tækni. Í þriðja lagi geta fyrirtæki breytt skynjun viðskiptavina til sjálfbærni, og hvatt þá til þess að setja kröfur um sjálfbærni vara. Í fjórða lagi er mikilvægt að virkja starfsmenn, sýna þeim hvernig sjálfbæra viðskiptamódelið virkar, veita umbun og hugsanlega sannfæra samkeppnisaðila eða aðra í greininni til þess að fylgja. Í fimmta lagi þarf að sannfæra fjárfesta um að sjálfbær hegðun fyrirtækja sé betri fyrir afkomuna og hvetja þá til þess að krefjast sjálfbærni af öllum fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Í einhverjum tilvikum hefur breytt og bætt hegðun fyrirtækja áhrif á samkeppnisaðila. Gott dæmi um það er nýtt betur þjappað og umhverfisvænna þvottaefni hjá Walmart. Minni umbúðir spöruðu hillupláss en verðið átti að vera það saman og fyrir stærri pakkningu. Stjórnendur Walmart höfðu áhyggjur af því að þeim tækist ekki að selja minni pakkninguna á sama verði og þá stærri því fólk hefði tilhneigingu til að horfa á verð og stærð á sama tíma. Ef viðskiptavinir báru saman þvottaefni frá öðrum framleiðendum var pakkningin augljóslega minni og því sagði heilinn þeim að það ætti að kosta minna. Þeir brugðu því á það ráð að hvetja samkeppnisaðila sína til að feta í fótspor þeirra. Til að gera langa sögu stutta þá tókst Walmart að ná markmiðum sínum, flutningskostnaður minnkaði og fyrirtækið sparaði 1,5 milljarða lítra af vatni, 43 milljón kg af plastefni og 57 milljón kg af pappa. Walmart var í upphafi með 25% markaðshlutdeild og þeir lögðu áherslu að fá aðra framleiðendur og samkeppnisaðila með sér í verkefnið. Stjórnendur vissu sem var að þeirra aðgerðir á svo stórum skala myndu hafa mikil áhrif á umhverfið og þannig fengu þeir hjól breytinganna til að snúast hraðar. Þeir gengu enn lengra og fengu sína birgja til þessað snúa við blaðinu. Árið 2007 var þjappað þvottaefni aðeins 22,9% af markaðnum en ári seinna var það komið upp í 76,3%. Þannig voru áhrifin margfölduð. Á sama hátt verða breytingar að veruleika þegar einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og stjórnvöld taka höndum saman þá fer hjól breytinganna á fullt skrið. Hvernig væri að bretta upp ermar því það er líka fjárhagslega hagkvæmara.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Podium ehf.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun