Kolbeinn: Var á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp gat ég ekki sagt nei Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2019 12:45 Kolbeinn í leik með Fylki í sumar. vísir/bára Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“ Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson segist ekki geta verið sáttari en hann skrifaði í dag undir samning við þýska stórveldið Dortmund. Fylkismaðurinn kemur til liðsins frá Brentford en þar hafði hann aðallega leikið með B-liði félagsins. Kolbeinn, sem var á láni hjá Fylki í sumar, var ánægður er Vísir heyrði í honum í morgun. „Tilfinningin er ótrúlega góð og ég gæti ekki verið sáttir,“ sagði Kolbeinn er hann greip símann á ferð og flugi með föður sínum, Finni Kolbeinssyni, fyrrum leikmanni Fylkis. Sögusagnir fóru á kreik í síðustu viku um að Kolbeinn væri mögulega á leið til Dortmundar en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi fyrst frá þessu. Hinn hárprúði Kolbeinn segir að þetta hafi komið upp í síðustu viku og eftir það hafi þetta aldrei verið spurning hvað hann myndi vilja gera. „Ég heyrði af einhverjum áhuga og þjálfarinn í varaliðinu hjá þeim hafði áhuga. Ég bjóst ekki við því að það myndi eitthvað verða úr þessu en fyrir nokkrum dögum náðu liði saman og ég þurfti að ákveða mig.“Kolbeinn ásamt þjálfara varaliðs Dortmund.vísir/mynd/dortmund„Á undan þessu var ég á leiðinni til Svíþjóðar en þegar þetta kom upp þá gat ég ekki sagt nei við þessu,“ en var áhugi frá fleiri löndum en Svíþjóð? „Nei. Það var í rauninni bara smá áhugi en ekkert alvöru. Það var bara þetta eina lið í Svíþjóð.“ Kolbeinn segir að það verði gott stökk að fara frá ensku varaliði í það að spila með varaliði Dortmund í Þýskalandi sem og berjast um að komast í hópinn hjá einu stærsta liði Þýskalands. „Það er svolítið ótrúlegt en ég hef trú á sjálfum mér og líst vel á þetta. Ég held að mér muni ganga mjög vel.“ Kolbeinn spilaði eins og áður segir með Fylki í sumar og fer því úr því að æfa og spila í Árbænum í að æfa í kringum stórstjörnur Dortmund á hverjum degi. „Já, þetta er dálítið óraunverulegt en þetta verður bara gaman.“
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sjá meira
Kolbeinn Birgir til Dortmund Kolbeinn Birgir Finnsson er genginn í raðir Dortmund en hann kemur til félagsins frá Brentford. Enska félagið staðfesti söluna í morgun. 20. ágúst 2019 08:14