Árásarmannsins er enn leitað. Sanchez sagði að hann hafi keyrt í kringum verslunarmiðstöðvar og skotið á fólk úr bifreið sinni. Lögreglan í Midland hefur greint frá því á Facebook síðu embættisins að talið sé að um tvo árásarmenn sé að ræða á tveimur bifreiðum. Talið er að annar þeirra keyri um á litlum pallbíl og hinn sé á póstsendiferðabíl.
Yfirvöld hafa hvatt íbúa á svæðinu til að halda sig innandyra.