Fótbolti

Rostov aftur á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar hefur verið fyrirliði Rostov á þessu tímabili.
Ragnar hefur verið fyrirliði Rostov á þessu tímabili. vísir/getty
Rostov styrkti tók toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með sigri á Lokomotiv Moskvu í toppslag í Moskvu í dag.

Ragnar Sigurðsson bar fyrirliðaband Rostov og byrjaði leikinn í hjarta varnarinnar.

Eldor Shomurodov kom Rostov yfir rétt fyrir hálfleik og svo tvöfaldaði hann forystu Rostov á 58. mínútu.

Heimamenn minnkuðu muninn með marki frá Anton Miranchuk á 81. mínútu en nær komust þeir ekki og endaði leikurinn með 2-1 sigri Rostov.

Rostov er með sautján stig og tekur toppsætið af Krasnodar sem er með fjórtán stig. Krasnodar á hins vegar leik inni á Rostov og er með betri markatölu. Lokomotiv, Zenit Pétursborg og Spartak Moskva eru öll einnig með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×