Tilgangsleysi Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2019 10:00 Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun