Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 09:15 Elon Musk sagði að Tesla myndi byrja að þjónustu Íslendinga þann 9. september. Það virðist hafa staðist hjá stofnandanum. Getty/Nathan Dvir Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019 Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hleypti af stokkunum íslenskum hluta vefsíðu sinnar í morgun. Það gerir Íslendingum kleift að hanna og panta rafbíl frá Tesla sem svo sendir bifreiðina til landsins. Samhliða þessu opnar fyrirtækið þjónustumiðstöð fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, eins og Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi frá á Twitter í lok ágúst. Vísir sagði jafnframt frá því í síðustu viku að Tesla áformar, auk opnunar íslensku vefsíðu sinnar og miðstöðvarinnar, að reka hið minnsta þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu. Fyrirhugað er að sú fyrsta þeirra verði vígð á næsta ári. Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, sem sjálfur hefur staðið að innflutningi Tesla-bifreiða á Íslandi, birti myndir af sér með starfsmönnum Tesla á Krókhálsi nú í morgun. Í skeyti til Vísis segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, að Íslendingar geti því pantað og hannað Tesla-bifreiðar af gerðunum Model S, Model X og Model 3. Grunnverð ódýrastu bifreiðarinnar, Model 3 Standard Range Plus, mun kosta rúma 5,1 milljón króna með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði. Áætluð afhending bílanna er á fyrri hluta árs 2020. Hér að neðan má sjá verðtöflu fyrir Tesla-bifreiðar en nánari upplýsingar má nálgast á vef fyrirtækisins.GerðDrifDrægni Verð með VSK og flutningi Model 3 Standard Range Plus Afturhjól409 km 5.122.735 kr Model 3 Long Range Aldrif560 km 6.152.191 kr Model 3 Performance Aldrif 530 km 7.144.191 kr Model S Long Range Aldrif 610 km 10.988.191 kr Model S Performance Aldrif 590 km 13.468.191 kr Model X Long Range Aldrif 505 km 12.228.191 kr Model X Performance Aldrif485 km 14.708.191 kr Aurora Borealis Blue Lagoon Sustainable energy Reykjavík service center Tesla vehicle orders open for Iceland NOW — Tesla (@Tesla) September 9, 2019
Bílar Neytendur Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. 4. september 2019 10:45