Fótbolti

Dönum tókst ekki að skora í Georgíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danir þurftu að sætta sig við eitt stig í Georgíu í dag
Danir þurftu að sætta sig við eitt stig í Georgíu í dag vísir/getty
Danir gerðu markalaust jafntefli við Georgíu í undankeppni EM 2020. Sviss fór illa með lið Gíbraltar.

Þrátt fyrir sex skottilraunir á markrammann náðu dönsku landsliðsmennirnir ekki að setja mark á Georgíu þegar liðin mættust í Georgíu í kvöld.

Danska liðið var með nokkra yfirburði í leiknum en nýtti sér þá ekki og þurfa þeir því að sætta sig við jafntefli.

Þetta er þriðja jafntefli danska liðsins í undankeppnini, en liðið er með 9 stig í D-riðli, tveimur stigum á eftir Írlandi.

Í sama riðli mættust Sviss og botnlið Gíbraltar.

Svisslendingar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir gerðu þrjú mörk á tólf mínútna kafla.

Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur með marki undir lokin.

Sviss er einu stigi á eftir Dönum í þriðja sæti, en á þó leik til góða á bæði Dani og Íra. Ekkert þessara þriggja liða hefur tapað leik í undankeppninni til þessa.

Einn annar leikur fór fram á sama tíma, Rúmenía vann Möltu 1-0 í F-riðli þar sem George Puscas skoraði eina markið í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×