Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:45 Mótmælendur afhentu fulltrúa bandaríska ræðismannsins áskorun í dag. Vísir/AP Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00