Prost, Legende: Unser ehemaliger Chefcoach Alfred Gislason feiert heute seinen 60. Geburtstag. Die #weisseWand gratuliert: Til hamingju með afmælið, Alfred! #WirSindKiel#HappyBirthday#Alfred60#newspic.twitter.com/sQ4W0Qrtp8
— THW Kiel (@thw_handball) September 7, 2019
Þáttur um Alfreð verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21:10 í kvöld. Henry Birgir Gunnarsson og Sigurður Már Davíðsson fóru til Kiel í sumar, fylgdust með kveðjuleik Alfreðs og ræddu við hann og samferðamenn hans.
Við frumsýnum sérstakan heimildaþátt um sigursælasta handboltaþjálfara þjóðarinnar í kvöld kl. 21:10 en Alfreð Gíslason fagnar 60 ára afmæli í dag. Henry Birgir spjallar við Alfreð um feril hans og hvað tekur við eftir 11 ára starf hjá Kiel í Þýskalandi. pic.twitter.com/ryjaIzdtQL
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) September 7, 2019
Alfreð tók við Kiel 2008 og lét af störfum í sumar. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni.

Alfreð var í sjö ár hjá Magdeburg og þjálfaði svo Gummersbach á árunum 2006-08.
Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006-08 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008.

Alfreð átti farsælan feril sem leikmaður og varð m.a. tvisvar sinnum þýskur meistari með TUSEM Essen. Hann varð bikarmeistari með KR 1982 og Bidasoa Irún á Spáni 1991.
Alfreð lék 190 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 542 mörk. Hann var valinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989 þar sem Ísland fór með sigur af hólmi. Sama ár var Alfreð valinn Íþróttamaður ársins.
