Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 08:56 Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent