„Ég hef ákveðið að hætta störfum og eignast fjölskyldu. Ég veit að þið eruð ánægð núna,“ skrifaði Minaj á Twitter. Hún giftist nýverið kærasta sínum, Kenneth Petty, sem hlotið hefur dóm fyrir kynferðisbrot og manndráp.
I've decided to retire & have my family. I know you guys are happy now. To my fans, keep reppin me, do it til da death of me, in the box- cuz ain't nobody checkin me. Love you for LIFE
— Mrs. Petty (@NICKIMINAJ) September 5, 2019
Þá hefur umfjöllun um Minaj undanfarin misseri einkum litast af deilum hennar og starfssystur hennar, rapparans Cardi B.
Sjá einnig: Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“
Minaj gaf út fyrstu plötu sína, Pink Friday, árið 2010 og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðan. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á verlinum, þar á meðal sex AMA-verðlaun og 11 BET-verðlaun. Þá hefur Minaj verið tilnefnd til 10 Grammy-verðlauna.
Hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við eitt vinsælasta lag Minaj, Anaconda.