Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 20:19 Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Vísir/Hörður Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26