Fótbolti

Stelpurnar unnu mótið í Víetnam

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Mynd/KSí
Íslenska fimmtán ára landsliðs kvenna í knattspyrnu fagnaði sigri á WU15 Development mótinu í Hanoi í Víetnam.

Íslensku stelpurnar tryggðu sér gullið með 2-0 sigri á heimastúlkum í Víetnam í lokaleiknum.

Íslenska liðið vann tvo leiki á mótinu og gerði eitt jafntefli en markatalan var 11-1.

Stjörnustúlkan Snædís María Jörundsdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í dag og var með samtals sex mörk á mótinu.

Snædís María Jörundsdóttir er dóttir knattspyrnuþjálfarans Jörundar Áka Sveinssonar og handboltagoðsagnarinnar Herdísar Sigurbergsdóttur.

Snædís María skoraði í öllum þremur leikjunum og samtals sex mörk af þeim ellefu sem íslenska liðið skoraði.



Úrslit og markaskorarar íslenska liðsins á mótinu:

Ísland - Hong Kong 8-0

(Snædís María Jörundsdóttir 3, Hildur Björk Búadóttir, Kara Petra Aradóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Þórdís Katla Sigurðardóttir, Sara Dögg Ásþórsdóttir)

Ísland - Mjanmar 1-1

(Snædís María Jörundsdóttir)

Ísland - Víetnam 2-0

(Snædís María Jörundsdóttir 2)





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×