Ásgeir Kolbeins opnar Pünk á Hverfisgötu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 14:23 Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni. Vísir/vilhelm Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03