Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2019 12:13 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Nemenov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam. Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. Hann segir þó að Rússar muni ekki skipa eldflaugunum niður nema Bandaríkin geri það fyrst. Pútín varaði við nýju vopnakapphlaupi. Forsetinn rússneski sagðist, samkvæmt Reuters, einnig hafa hringt í Trump nýverið og boðið honum að kaupa eintak af nýrri tegund hljóðfráa eldflauga sem Rússar væru að þróa. Pútín sagði Trump þó hafa hafnað því boði og sagt að Bandaríkin væru að þróa eigin hljóðfráar eldflaugar. Sáttmálinn sem féll úr gildi í síðasta mánuði heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa lengi sakað Rússa um að brjóta gegn sáttmálanum. Þá hefur ríkisstjórn Donald Trump sagt að vel kæmi til greina að gera nýjan sáttmála en þá þyrftu aðrar þjóðir, og þá sérstaklega Kínverjar, að koma að honum einnig. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hafði einmitt orð á því við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, að Kínverjar og Indverjar þyrftu einnig að koma að mögulegum viðræðum um afkjarnavopnun í Höfða.Sjá einnig: Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðumEftir að sáttmálanum var rift gerðu Bandaríkin tilraun með eldflaug sem hitti skotmark sitt í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð. Um er að ræða útgáfu af Tomahawk-eldflauginni sem getur borið kjarnorkuvopn. Yfirvöld Rússlands og Kína kvörtuðu yfir því tilraunaskoti og sökuðu Bandaríkin um að koma nýju vopnakapphlaupi af stað, þó bæði ríkin hafi staðið að þróun nýrra eldflauga undanfarin ár.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumPútín sagði hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa velt vöngum yfir því að koma slíkum eldflaugum fyrir í Japan og Suður-Kóreu og sagði það valda Rússum áhyggjum. Þaðan gæti þeim verið skotið að Rússlandi. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa þó sagt að helst komi til greina að skipa eldflaugunum niður á Gvam.
Bandaríkin Kína NATO Rússland Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira