„Á ég að vera Gorbachev?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2019 14:35 Guðni bregður á leik í Höfða í dag. Vísir Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira