„Á ég að vera Gorbachev?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2019 14:35 Guðni bregður á leik í Höfða í dag. Vísir Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan. Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira
Forsetahjónin tóku á móti Pence-hjónunum í Höfða upp úr klukkan tvö. Guðni bauð Pence velkominn til landsins og sagðist vona að Pence fengi tilfinningu fyrir þeim gildum sem íslenska þjóðin heldur í heiðri, þar með talið frelsi, fjölbreytileika og virðingu hvert fyrir öðru. Þá rakti Guðni sögu Höfða og þar kom sagnfræði kunnátta forsetans vel og sagði meðal annars að sagan væri sterk. En nú væri fundað vegna framtíðarinnar. Sagði hann Pence alltaf velkominn til Íslands. Eftir að Guðni hafði ávarpað varaforsetann að viðstöddum fjölmiðlum tók Pence til máls. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur og kvaðst hlakka til fundanna í dag. Óskaði hann Íslendingum til hamingju með 75 ára afmæli lýðveldisins og minntist á að þetta væri hans fyrsta heimsókn til Íslands. Pence lagði áherslu á að samband Íslands og Bandaríkjanna væri sterkt, bæði þegar kæmi að efnahagsmálum og varnarmálum og sagði bönd landanna órjúfanleg (e. unbreakable). Pence þakkaði Guðna sérstaklega fyrir að taka á móti sér í Höfða, þeim sögufræga stað þar sem Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, áttu fund árið 1986. „Já, hér sat Gorbachev og þarna sat Reagan,“ sagði Guðni og benti á stólana þar sem þeir Pence fengu sér svo sæti. „Á ég að vera Gorbachev?“ grínaðist Guðni svo með við hlátur viðstaddra. Fylgst er með gangi mála vegna komu Pence í allan dag í vaktinni á Vísi. Sjá má samskipti forsetans við varaforsetann í spilaranum að neðan.
Forseti Íslands Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira