Búist við þungri umferð síðdegis í dag: „Biðjum fólk um að sýna því skilning“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2019 12:15 Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. Fréttablaðið/Anton Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40. Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
Götulokanir verða víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Lokað verður fyrir alla umferð á hluta Sæbrautar ásamt því sem Reykjanesbraut verður lokað tímabundið í dag. Þá er búist við þungri umferð síðdegis í dag að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Þar á meðal eru víðtækar götulokanir í Reykjavík. Klukkan ellefu í morgun lokaði Borgartún frá Katrínartúni langleiðina að Nóatúni. Lokunin stendur þar til síðdegis í dag. „Síðan um klukkan tólf taka lokanir í gildi á Sæbraut frá Snorrabraut að Kringlumýrabraut í báðar akstursáttir og munu vera lokaðar þar til síðdegis,“ sagði Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gangandi og hjólandi vegfarendur geta þó farið um lokaðar götur en þeir þurfa þó að halda sig utan girðinga sem afmarka lokanir. Einnig má búast við tímabundnum umferðartöfum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi í umferðinni í dag. „Seinni partinn verða miklar tafir á umferðinni vegna lokana hjá lögreglu og við biðjum fólk um að sýna því skilning og huga að því í tíma að komast heim því það mun taka tíma síðdegis í dag,“ sagði Unnar Már. Engin svæði verða lokuð við Reykjavíkurflugvöll og sömuleiðis ekki röskun á flugi á vellinum að sögn upplýsingafulltrúa Isavia vegna komu varaforsetans. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum verður lokað fyrir alla umferð inn á Reykjanesbraut í austurátt við komu fylgdarinnar. Ekki er vitað um nákvæma tímasetningu en lokað verður um það bil fimm mínútum áður en fylgdin fer á brautina og er talið að lokunin muni standa yfir í um 20 mínútur. Sami háttur verður á við brottför fylgdarinnar. Áætlað er að varaforsetinn lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 12.45 og fari af landi brott sjö klukkutímum síðar, eða klukkan 19.40.
Heimsókn Mike Pence Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. 4. september 2019 06:15
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Reglur um notkun íslenska fánans voru brotnar við Höfða í morgun. 4. september 2019 10:31