George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2019 15:39 George Clooney leikstýrir myndinni en hann leitar að aukaleikurum á aldrinum 7 til 70 ára. Vísir/Getty Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi. Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eskimo Iceland leitar að fólki fyrir tökur á mynd sem George Clooney leikstýrir. Myndin verður tekin upp í nágrenni Hafnar í Hornafirði en hún er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Í auglýsingu sem Eskimo Iceland birtir er leitað að alls konar fólki á aldrinum sjö til sjötíu ára. Verður þetta fólk aukaleikarar í þessu erlenda kvikmyndaverkefni sem tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn George Clooney leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í. „Við viljum sérstaklega heyra frá fjölskyldum með börn/unglinga á aldrinum 7-17 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt saman. Ekki er verra ef amma og/eða afi fylgja með líka,“ segir í auglýsingu Eskimo Iceland. Tökurnar fara fram dagana 20. október til 7. nóvember en þeir sem ætla að taka að sér að vera aukaleikarar þurfa að geta fengið sig lausa í hvaða tvo til þrjá daga sem er á því tímabili. Myndin ber heitið Good Morning, Midnight en hún segir frá tveimur vísindamönnum sem reyna hvað þeir geta til þess að halda sambandi hvor við annan í heimi ólíkum þeim sem við þekkjum, þar sem myndin gerist eftir miklar hamfarir sem fara nærri því að eyða öllu mannkyni. Vísindamaðurinn sem Clooney leikur er þannig staðsettur á norðurhveli jarðar á meðan hinn er í geimfarinu Aether, sem flýtur stjórnlaust um geiminn. Vísindamennirnir tveir verða að vinna saman að því að ná markmiði sínu, sem er að komast aftur til annarra eftirlifenda heimsendis. Auk Íslands verður myndin líka tekin upp í Bretlandi.
Hollywood Hornafjörður Íslandsvinir Menning Netflix Tengdar fréttir George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
George Clooney til Íslands í haust Leikarinn geðþekki mun fara með aðalhlutverk í Netflix-mynd sem tekin verður upp hér á landi í haust. Hann fer einnig með leikstjórn myndarinnar. 12. júlí 2019 20:23