Sextíu heimilislausir bíða úrræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 12:30 Efnt hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira